Borgarleikhúsið

Ungmennatilboð á Eitruð lítil pilla

9 apr. 2024

Við bjóðum nú sérstakt ungmennatilboð á söngleikinn Eitruð lítil pilla. Öll 25 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði. 

Í vetur bauðst öllum félagsmiðstöðvum Reykjavíkur að koma að sjá söngleikinn Eitruð lítil pilla og ræða í kjölfarið um sýninguna. Ljóst var að Eitruð lítil pilla á sannarlega erindi við ungt fólk á Íslandi og því gleður okkur að geta boðið ungmennum að upplifa þessa mögnuðu sýningu á lægra verði.