Borgarleikhúsið

Uppselt á Níu líf - og ekkert lát á eftirspurn!

12 des. 2023

Uppselt er á allar sýningar af Níu lífum. Nýlega var tilkynnt um síðustu sýningar á Níu lífum eftir fjögurra ára sigurgöngu söngleiksins. Í framhaldinu seldist upp á síðustu sýningarnar og er ekki einn miði laus, en lokasýning er 12. janúar 2024.

Níu líf hefur gengið fyrir fullu húsi allt frá frumsýningu í mars 2020 og fjölmörg dæmi eru um að gestir komi aftur og aftur. Vinsældir sýningarinnar eiga sér enga hliðstæðu hér á landi og hefur hún slegið öll aðsóknarmet, en alls hafa 117.450 manns séð sýninguna.

Um helgina seldist upp á lokasýningarnar og hefur leikhúsið vart haft undan að svara fyrirspurnum um mögulegar aukasýningar og miða á þær sýningar sem eftir eru. Borgarleikhúsið hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt og þakkar gestum innilega sýndan áhuga.