Borgarleikhúsið

Líflegar umræður eftir sýninguna Með Guð í vasanum

14 des. 2023

Síðastliðinn laugardag fóru fram umræður eftir sýninguna Með Guð í vasanum sem sýnd er á Nýja sviði Borgarleikhússins. 

Höfundur og leikstjóri sýningarinnar er María Reyndal, sem var viðstödd ásamt leikarahópnum og Magnúsi Þór Þorbergssyni, leiklistarráðunauti Borgarleikhússins. 

María Reyndal sló rækilega í gegn með verkinu Er ég mamma mín? sem gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í þrjú leikár. Hér er hún komin með nýtt verk, að þessu sinni um Ástu og samferðafólk hennar - lífs og liðið og baráttu mannsandans við að sleppa tökunum. Ásta upplifir sig í blóma lífsins þótt hún glími við ýmis veikindi og erfiðleika sem fylgja hækkandi aldri.

Borgarleikhúsið tók á móti um sextíu manna hóp frá fadgeild öldrunarhjúkrunarfræðinga ásamt starfsfólki hjúkrunarheimila, sem mörg hver annast fólk með heilabilun í störfum sínum og varðar því jafnframt við umfjöllunarefni sýningarinnar.