Nýja svið

Flóð­reka

Upp­lýs­ing­ar

Svið

Nýja svið

Lengd

Ein klukkustund

Verð

7.300 kr.

Næstu sýningar

8. sýning25. janúar kl. 20:00
Allar sýningar

Flóð­reka

Flóðreka eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, unnið í samstarfi við Jónsa

minntu mig, náttúra, á náttúruna í mér

Flóðreka er nýtt dansverk sem sprettur upp úr spennandi samstarfi danshöfundarins Aðalheiðar Halldórsdóttur, Jónsa úr Sigur Rós og Íslenska dansflokksins. Verkið er innblásið af hinni rómuðu sýningu Jónsa, Flóði, sem sýnd var í National Nordic Museum í Seattle og í Listasafni Reykjavíkur.

Í Flóðreka mætast hljóð, hreyfing, ilmur og umlykjandi heimur í skynrænni könnun á sambandi okkar við náttúruna – og hvort annað.

Jónsi er þekktur fyrir tilfinninganæma og angurværa hljóðheima sína. Verk hans fjalla oft á tíðum um hráa og yfirþyrmandi krafta náttúrunnar. Nálgun Aðalheiðar snýr að mennskunni. Viðkvæmni og seiglu mannlegs eðlis og hvötinni til að leita merkingar og tengsla, jafnvel andspænis ringulreiðinni.

„Fáránleiki og fegurð brothættrar mennsku, sem sífellt þvælist bæði fyrir og í sjálfri sér. Í eilífri leit að merkingu gleymist oft að það er öldugangur ólgandi úthafa sem rís og hnígur í brjósti mannsins.”

Upplýsingar um viðkvæmt innihald eða áreiti er að finna hér.

Heim

Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Jafnlaunavottun 2023-2026
Jafnvægisvog FKA 2025
Framúrskarandi fyrirtaeki 2025

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum.

568 8000

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo