Flóðreka eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, unnið í samstarfi við Jónsa
minntu mig, náttúra, á náttúruna í mér
Flóðreka er nýtt dansverk sem sprettur upp úr spennandi samstarfi danshöfundarins Aðalheiðar Halldórsdóttur, Jónsa úr Sigur Rós og Íslenska dansflokksins. Verkið er innblásið af hinni rómuðu sýningu Jónsa, Flóði, sem sýnd var í National Nordic Museum í Seattle og í Listasafni Reykjavíkur.
Í Flóðreka mætast hljóð, hreyfing, ilmur og umlykjandi heimur í skynrænni könnun á sambandi okkar við náttúruna – og hvort annað.
Jónsi er þekktur fyrir tilfinninganæma og angurværa hljóðheima sína. Verk hans fjalla oft á tíðum um hráa og yfirþyrmandi krafta náttúrunnar. Nálgun Aðalheiðar snýr að mennskunni. Viðkvæmni og seiglu mannlegs eðlis og hvötinni til að leita merkingar og tengsla, jafnvel andspænis ringulreiðinni.
„Fáránleiki og fegurð brothættrar mennsku, sem sífellt þvælist bæði fyrir og í sjálfri sér. Í eilífri leit að merkingu gleymist oft að það er öldugangur ólgandi úthafa sem rís og hnígur í brjósti mannsins.”
Upplýsingar um viðkvæmt innihald eða áreiti er að finna hér.