Stóra svið

Galdra­karl­inn í Oz

Kaupa áskrift
Sýning væntanleg

Upp­lýs­ing­ar

Svið

Stóra svið

Verð

7.500 kr.

Ungir sem aldnir hafa í áratugi heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni. Leiðin til Oz reynist vera þyrnum stráð og hætturnar leynast víða en sem betur fer eignast Dórótea óvænta vini á leiðinni.

Sagan byggir á samnefndri bók Frank Baums sem öðlaðist nýtt líf með frægri kvikmynd frá 1939 þar sem Judy Garland fór með hlutverk Dóróteu. Síðan þá hafa óteljandi útgáfur litið dagsins ljós, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu og ekkert lát virðist vera á vinsældum söngleiksins. Þar spillir ekki fyrir tónlistin með ógleymanlegum lögum á borð við Somewhere Over the Rainbow og We’re off to See the Wizard.

Leikstjórinn Þórunn Arna Kristjánsdóttir er leikhúsgestum að góðu kunn enda stýrði hún tveimur af vinsælustu barnasýningum síðustu ára: Emil í Kattholti og Fíasól gefst aldrei upp. Hér fer hún fyrir glæsilegum hópi leikara og listrænna stjórnenda sem í sameiningu skapa bæði ógnir og undur ævintýralandsins Oz í ógleymanlegri sýningu.

Listrænir stjórnendur

Höfundur

L. Frank Baum

Leikgerð

John Kane

Tónlist og söngtextar

Harold Arlen og E. Y. Harburg

Leikstjóri

Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Tónlistarstjóri

Agnar Már Magnússon

Leikmynd

Eva Signý Berger

Brúðugerð

Pilkington props

Búningar

Júlíanna Steingrímsdóttir

Ljósahönnun

Gunnar Hildimar Halldórsson

Heim

Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

jafnlaunavottun 2023-2026

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum.

568 8000

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo