Borgarleikhúsið

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Katla Margrét útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997 og hefur gegnum árin farið með fjölmörg hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Af nýlegum sýningum hennar í Borgarleikhúsinu má nefna Gosa og Veislu. Katla á að baki farsælan feril í kvikmyndum og sjónvarpi og má þar nefna aðalhlutverk í kvikmyndinni Agnes Joy og aðkomu hennar að þáttaröðinni Stelpunum þar sem hún bæði lék og var einn handritshöfunda. Katla er einnig meðlimur í hinni rómuðu hljómsveit Heimilistónum.