Borgarleikhúsið

Valur Freyr Einarsson

Valur Freyr Einarsson útskrifaðist sem leikari frá Manchester Metropolitan School of Theatre árið 1995. Hann hefur starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu auk þess að vera einn af stofendnum sviðlistahópsins CommonNonsense. Hann hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda en er einnig handritshöfundur og leikstjóri. Meðal nýlegra verkefna Vals hjá Borgarleikhúsinu má nefna Níu líf og Svartþröst auk þess sem hann skrifaði og leikstýrði verkinu Fyrrverandi. Hann hefur í tvígang hlotið Grímuverðlaunin fyrir leik en hann var einnig leikskáld ársins árið 2012.