Borgarleikhúsið

Valur Freyr Einarsson

Valur útskrifaðist sem leikari frá Manchester Metropolitan School of Theatre 1995. Hann hefur einkum starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, auk þess að vera annar stofnenda sviðslistahópsins CommonNonsense. Valur hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, en hann er einnig handritshöfundur og leikstjóri. Meðal verkefna Vals hjá Borgarleikhúsinu má nefna; Mamma Mia!, 1984 og Vanja frænda. Hann hefur í tvígang hlotið Grímuverðlaun fyrir leik sinn auk þess var hann leikskáld ársins 2012.