Frum­sýn­ing: Galdra­karl­inn í Oz

23. janúar 2026

Galdrakarlinn í Oz. Þórey Birgisdóttir í hlutverki Dórótheu

Galdrakarlinn í Oz er stórkostleg sýning fyrir alla fjölskylduna! Frumsýningin verður laugardaginn 24. janúar á Stóra sviði Borgarleikhússins þegar gestir leikhússins eru boðnir velkomnir í ævintýralandið Oz.

Sagan byggir á samnefndri bók Frank Baums sem öðlaðist nýtt líf með frægri kvikmynd frá 1939 þar sem Judy Garland fór með hlutverk Dóróteu. Síðan þá hafa óteljandi útgáfur litið dagsins ljós, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu og ekkert lát virðist vera á vinsældum söngleiksins. Þar spillir ekki fyrir tónlistin með ógleymanlegum lögum á borð við Somewhere Over the Rainbow og We’re off to See the Wizard.

Stór hópur leikara og dansara kemur að sýningunni og stór hópur barnaleikara. Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstýrir sýningunni en hún hefur áður leikstýrt Emil í Kattholti og Fíusól.

Með hlutverk Dórótheu fer Þórey Birgisdóttir, Björgvin Franz Gíslason leikur Tinkarlinn, Hilmir Jensson leikur Fuglahræðuna og Pétur Ernir Svavarsson er Ljónið. Í hlutverki Góðu nornarinnar Glindu er Berglind Alda Ástþórsdóttir og Sólveig Arnarsdóttir leikur Vondu nornina. Vilhelm Neto leikur Galdrakarlinn í Oz. Með önnur hlutverk fara Marinó Máni Mabazza (sem Tótó), Fanný Lína Hevesi, Ernesto Camilo Valdes og Margrét Hörn Jóhannsdóttir ásamt stórum hópi barnaleikara.

Nánari uppýsingar um sýninguna má sjá hér.

Heim

Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Jafnlaunavottun 2023-2026
Jafnvægisvog FKA 2025
Framúrskarandi fyrirtaeki 2025

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum.

568 8000

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo