Galdra­karl­inn í Oz: Pruf­ur fyr­ir krakka

23. júlí 2025

Galdrakarlinn í Oz. Frumsýning í janúar. Prufur fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára.

Borgarleikhúsið setur upp Galdrakarlinn í Oz

Dans- og söngprufur fyrir börn á aldrinum 8-12 ára verða í ágúst

Á næsta leikári mun Borgarleikhúsið setja upp fjölskyldusöngleik eftir hinu sígilda ævintýri um Galdrakarlinn í Oz, en í áratugi hafa ungir sem aldnir heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni.

Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem íslenskum leikhúsgestum á öllum aldri að góðu kunn enda stýrði hún tveimur af vinsælustu barnasýningum síðustu ára: Emil í Kattholti og Fíasól gefst aldrei upp. Hér fer hún fyrir glæsilegum hópi leikara og listrænna stjórnenda sem í sameiningu skapa bæði ógnir og undur ævintýralandsins Oz í ógleymanlegri sýningu.

Ásamt glæsilegum hópi leikara mun stór barnahópur vera með í sýningunni og auglýsir Borgarleikhúsið eftir kraftmiklum og skapandi krökkum á aldrinum 8-12 ára til að taka þátt. Dans- og söngprufur verða haldnar í þremur umferðum í síðari hluta ágúst og fer fyrsta umferð fram dagana 16.-22. ágúst. Skráning í prufurnar fer fram á heimasíðu Borgarleikhússins og frestur til að skrá sig er til 8. ágúst.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo