Leikskrá
Niflungahringurinn allur er 725. frumsýning Leikfélags Reykjavíkur.
Frumsýning 24. október 2025 á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Sýningartími er tvær og hálf klukkustund. Eitt hlé.
Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.
Eiríkur Stephensen
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Hjörleifur Hjartarson
Eiríkur Stephensen
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Hjörleifur Hjartarson
Hjörleifur Hjartarson er kennari að mennt og hefur um árabil fengist jöfnum höndum við tónlist, skriftir og sviðslistir. Hjörleifur hefur komið að leiksýningum bæði norðan og sunnan heiða, oftar en ekki undir merkjum Hunds í óskilum og má þar nefna Öldina okkar, Sögu þjóðar, Kvenfólk og Njálu á hundavaði. Þá hefur hann gefið út bækur í bundnu og óbundnu máli, fengist við þýðingar og blaðaútgáfu um árabil. Hjörleifur hefur verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir handrit og tónlist sem og til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem rithöfundur.
Ágústa Skúladóttir nam leiklist í París og London. Hún hefur leikstýrt hátt í 70 leiksýningum á undanförnum tveimur áratugum. Af nýlegum sýningum hennar má nefna Hróa Hött, Kardemommubæinn, Fíflið, Hollvættir á heiði, Hvað sem þið viljið og óperuna Hliðarspor. Ágústa er einstaklega fjölhæfur leikstjóri og leiksýningar hennar fjölbreytilegar eftir því - þó má nefna að alls hafa þrettán sýningar undir hennar stjórn verið tilnefndar sem Barnasýning ársins og fjórar þeirra hampað verðlaununum, nú síðast Hollvættir á heiði. Ágústa hefur auk þess verið tilnefnd til Grímunnar fyrir leikstjórn sem og dans- og sviðshreyfingar.
Þórunn María Jónsdóttir lærði leikmynda og búningahönnun í Frakklandi og Belgíu þar sem hún vann um skeið eftir útskrift. Hér á Íslandi hefur hún hannað búninga og/eða leikmyndir fyrir hátt í 80 leiksýningar og kvikmyndir. Af nýlegum verkefnum Þórunnar í Borgarleikhúsinu má nefna Gosa, Sölumaður deyr og Njálu á hundavaði. Þórunn hefur hlotið Eddu verðlaun og Grímu-tilnefningar fyrir verkefni sín.
Gunnar Hildimar Halldórsson hefur starfað sem ljósatæknimaður og hönnuður frá árinu 2011. Hann vann í Hörpu Tónlistarhúsi og sinnti þar lýsingarhönnun á fjölbreyttum viðburðum frá óperuuppfærslum til Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar. Hann hefur einnig starfað sjálfstætt m.a. á Aldrei fór ég suður hátíðinni, fyrir Íslenska dansflokkinn, Fjallabræður ofl. Hann hóf störf hjá Borgarleikhúsinu árið 2022 og meðal nýlegra sýninga sem hann hefur hannað lýsingu fyrir eru Óskaland, Köttur á heitu blikkþaki og Fjallabak en hann hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir lýsinguna í síðastnefnda verkinu.
Þorbjörn Steingrímsson lauk hljóðtækninámi á vegum Tækniskólans og Stúdíó Sýrlands árið 2016. Hann hóf störf sem hljóðmaður í Borgarleikhúsinu 2017 og var fastráðinn við hljóðdeild leikhússins árið 2019. Meðal nýlegra sýninga á sem Þorbjörn hefur unnið hljóðmynd fyrir eru Macbeth, Fíasól gefst aldrei upp, Köttur á heitu blikkþaki og Fjallabak.
Alex Leó Kristinsson hóf störf við ljósadeild Borgarleikhússins árið 2023. Síðan þá hefur hann unnið við fjöldan allan af sýningum sem ljósamaður auk þess að forrita lýsingu fyrir sýningar á borð við Jól á náttfötunum og sýningu Íslenska dansflokksins While in Battle I am Free, never to free to rest. Þá hefur hann unnið töluvert við myndbandavinnslu, til dæmis gert vídeó fyrir Leiklistarskóla Borgarleikhússins og sýninguna Fjallabak.
Þórunn María Jónsdóttir
Guðbjörg Ívarsdóttir lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1983. Guðbjörg var fastráðin við leikgervadeild Borgarleikhússins árið 2013 og hefur síðan þá komið að flestum sýningum hússins. Af nýlegum verkefnum hennar í Borgarleikhúsinu má nefna Svartþröst, Deleríum búbónis, Óskaland og Fjallabak.
Ágústa Skúladóttir og leikhópurinn
Sýningarstjórn: Christopher Astridge
Framleiðslustjórn: Pála Kristjánsdóttir
Hljóðkeyrsla á sýningum: Andrés Þór Þorvarðarson, Snorri Beck Magnússon
Ljósakeyrsla á sýningum: Andri Dan Hlynsson, Jens Þórarinn Jónsson
Leikmyndagerð: Ásdís Hanna Gunnhildar Guðnadóttir - Málari og smiður, Björgvin Már Pálsson - Smiður og málari, Gabríel Backman Waltersson - Smiður, Unnur Sif Geirdal - Smiður, Ævar Uggason - Smiður
Leikmunagerð: Högni Sigurþórsson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Sigrún Halla Ásgeirsdóttir, Fanney Sizemore, Frosti Friðriksson
Leikmunaverðir á sýningum:
Búningagerð: Stefanía Adolfsdóttir, Maggý Dögg Emilsdóttir, Ingunn Brynjólfsdóttir, Geirþrúður Einarsdóttir, Helga Lúðvíksdóttir, Leila Arge
Dresserar: Guðríður Jóhannesdóttir, Diljá Pétursdóttir, Karla Aníta Kristjánsdóttir
Leikgervi: Tinna Ingimarsdóttir, Guðbjörg Ívarsdóttir, Hildur Emilsdóttir, Kristín Elisabeth, Fríða Valdís Bárðardóttir, Birgitta Rut Bjarnadóttir, Thelma Erlendsdóttir, Sara Friðgeirsdóttir, Valgerður Ingólfsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson, Íris Lorange Káradóttir, Katrín Erla Friðriksdóttir, Rakel Ásgeirsdóttir, Elsa Þuríður Þórisdóttir, Hanna Louisa Guðnadóttir, Birgitta Rós Jónsdóttir, Karitas Ósk Ahmed Þorsteinsdóttir
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar og Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts fyrir lán á hljóðfærum.
Örn Magnússon fyrir útsetningu og raddæfingu á Valkyrjureið.
Stefán og Inga fyrir lánið á Leifshúsum.
Ritstjórn: Maríanna Clara Lúthersdóttir
Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur
Leikhússtjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson
Ljósmyndun: Hörður Sveinsson
Gullfingur - Goldfinger - Shirley bassey
The Final countdown - Europe
Vægðu Óðinn vægðu - Boogie Wonderland - Earth Wind & Fire
I got you - James Brown & the famous flames
Summer nights - Grease - Jim Jacobs og Warren Casey
Valkyrju lagið - Wagner- valkyrjan - hojotoho
Waterloo - Abba
Fáfnir furðudreki - Fuff the Magic Dragon – Peter, Paul and Mary
Lucy in the Sky with Diamonds - the Beatles
Hotel California - Eagles
Islands in the stream – Bee Gees
Snúðu við Bláskjár - Total Eclipse of the Heart - Bonnie Tyler
Lokalag – I´m gonna be (500 miles) - the Proclaimers



Sigurður Fáfnisbani
Lag og texti: Hjörleifur Hjartarson
Reimt er á Rínarbökkum
hjá ríkum og spilltum krökkum:
Guðrúnu, Högna og Gunna,
Gjúkungum sem ekkert kunna
annað en svíkja og svalla
og svívirða allt og alla
því græðgin í gullið rauða
grasserar í þeim til dauða.
Nú Sigurð hafa þau svikið
svívirðilega mikið.
Með eitri hafa þau ært hann.
Í álagahaminn fært hann
svo ríði hann eldinn óða
örlagahetjan góða,
og ástina sína svíki
í svikarans mynd og líki.
Nú illir vindar ana
yfir fjallstindana
og hleypa nýju, illu blóði í Niflungana.
Til myrkraverka mana
þeir mister Fáfnisbana,
og hann mun svíkja bæði Brynhildi og Grana.
Það er ró yfir Rínardalnum
en rökkur í fjallasalnum
er hann gengur sem hver annar Gunnar
í gegnum eldvarnir þunnar
og heitmeynni heilsar í vímu
hafand' ekk' um það skímu.
að hún var hans eina yndi
og ást þegar allt lék í lyndi.
Ó Brynhildur, mætust meyja!
Þér máttvana lá við að deyja
er vinur þinn að því er virtist
úr vafurloganum birtist
en var ekki sá sem þú vildir.
Þú vonsvikin ekkert skildir
er hrifsaði hann hringinn frá þér
og hreykti sér af því að ná þér.
Nú illir vindar ana...
Þú lást þarna guggin og grátin
í geðrofi eins og látin
og grunaðir ekki glóru
um þá galdra sem þarna vóru.
þegar hann lagðist á lakið
með lagsverð milli ykkar nakið.
og sofnaði, sáttur og lúinn
og svaf þar til nóttin var búin.
Svo færði hann þig ofan úr fjöllum
sem frillu, lægsta af öllum
hjá Gjúkungadjöflunum grófum,
þeim gjörspilltu hamingjuþjófum.
En yfir heimsbyggðir allar
örlagadómurinn gjallar:
Að hringurinn bölvun búinn
til byggða sé aftur snúinn.
Nú illir vindar ana…


Myndir úr sýningunni
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.