Leiklistarskólinn: Opið fyrir umsóknir í inntökuprufur
Borgarleikhúsið býður upp á metnaðarfullt nám fyrir börn með brennandi leiklistaráhuga. Skólinn er þriggja ára skapandi leiklistarnám og nemendur útskrifast að því loknu með viðurkenningu frá Borgarleikhúsinu.
Opið er fyrir skráningu í inntökuprufur fyrir börn sem sækja um að hefja námsvist haustið 2024. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst. Athugið að aðeins er tekið við umsóknum frá börnum fæddum á árunum 2011-2014.
Prufurnar fara fram í Borgarleikhúsinu dagana 16.-23. ágúst 2024. Þau sem skráð eru í prufuna fá sent boð í tölvupósti með nákvæmri tímasetningu. Skráning og nánari upplýsingar má sjá hér