Borgarleikhúsið



Út­lendingurinn

  • Litla sviðið
  • 2 klst.
  • Verð: 6.950 kr.
  • Sýningum lokið

S.B.H. Morgunblaðið.

S.J. Fréttablaðið

  • Sýningum á Út­lendingurinn er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa miða Panta mat

Útlendingurinn er skandinavískt raunsæisglæpadrama þar sem mál „Ísdalskonunnar“ er nálgast á frumlegan hátt og nýjar kenningar dregnar fram í dagsljósið. Annað verkið frá sama listræna teymi og setti upp verðlaunasýninguna Club Romantica, en það var fyrsti hluti þessa ráðgátuþríleiks.

Út­lendingurinn

Leysir Friðgeir fimmtugt morðmál?

Árið 1970 fannst kvenmannslík í Ísdal rétt fyrir utan Bergen í Noregi. Konan var alls ekki búin til útivistar og í farangri hennar fundust meðal annars hárkollur og ýmis dulargervi. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að hún hafði ferðast vítt og breytt um Evrópu á fölsuðum skilríkjum, en hvorki tókst að upplýsa hver hún var, hvaðan hún kom né hvað í ósköpunum hún var að gera í Bergen.

Í gegnum tíðina hefur líkfundurinn vakið bæði forvitni og umtal í Noregi og um heim allan, en þrátt fyrir ótal kenningar hefur engum tekist að leiða til lykta hvað gerðist djúpt inni í Ísdal og hvað dró þessa útlensku konu til dauða. En það gæti breyst þegar annar útlendingur fer að grafast fyrir um málið.

Þegar íslenskur sviðslistamaður, Friðgeir Einarsson, flytur til Bergen, lætur hann heillast af ráðgátunni og gerir sitt besta til að upplýsa hana. En kannski ekki á þann hátt sem búast hefði mátt við. Friðgeir er hvorki lögreglumaður, né með reynslu af rannsóknarstörfum, en telur sig hafa ákveðna innsýn inn í hugsunarhátt konunnar. Hann er jú aðkomumaður, rétt eins og hún var.

Útlendingurinn er skandinavískt raunsæisglæpadrama þar sem mál „Ísdalskonunnar“ er nálgast á frumlegan hátt og nýjar kenningar dregnar fram í dagsljósið. Annað verkið frá sama listræna teymi og setti upp verðlaunasýninguna Club Romantica, en það var fyrsti hluti þessa ráðgátuþríleiks. Tónlist verksins er samin af Snorra Helgasyni og flutt á sviðinu af honum sjálfum.

  • Úr sýningunni Útlendingurinn - morðgáta í Borgarleikhúsinu, Friðgeir og Snorri
  • Úr sýningunni Útlendingurinn - morðgáta Snorri Helgason
  • Úr sýningunni Útlendingurinn - morðgáta í Borgarleikhúsinu, Friðgeir og Snorri
  • Úr sýningunni Útlendingurinn - morðgáta Snorri Helgason
  • Friðgeir Einarsson

Stikla

Gleymdu mér

Útlendingurinn

Gagnrýni

Friðgeiri tekst á meistaralegan hátt að flétta saman þrjár frásagnir af útlendingnum svo úr verður áhrifamikil og falleg leiksýning sem býr lengi með áhorfendunum.

SBH. Morgunblaðið

Enginn verður svikinn af þessari sýningu og áhorfendur munu enda á óvæntum stað.

SJ. Fréttablaðið

Friðgeir er einstaklega aðlaðandi á sviði, tilgerðarlaus, lúmskt fyndinn og skemmtilegur og maður verður ósjálfrátt áhugasamur þátttakandi í lífi hans þessa kvöldstund.

SA. TMM


Leikarar

  • Snorri HelgasonSnorri Helgason
  • Friðgeir Einarsson

Listrænir stjórnendur

  • Höfundur

    Friðgeir Einarsson 

  • Leikstjórn

    Pétur Ármannsson

  • Leikmynd og búningar

    Brynja Björnsdóttir

  • Lýsing

    Pálmi Jónsson

  • Tónlist

    Snorri Helgason

  • Hljóð

    Þorbjörn Steingrímsson