Borgarleikhúsið



Vorsýning Dansgarðsins

  • Sýningum lokið
  • Sýningum á Vorsýning Dansgarðsins er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa miða Panta mat

Vorsýning Dansgarðsins

Klassíski listdansskólinn og Óskandi taka höndum saman

Vorsýning Dansgarðsins verður þriðjudaginn 26. apríl kl. 16:30 og kl. 19:30.

Klassíski listdansskólinn og Óskandi taka höndum saman og setja upp tvö dansverk, klassíska ballettverkið Þyrnirós og nútímadansverkið Safarí. Framhaldsbraut Klassíska listdansskólans sýnir einnig nýtt verk eftir Ernesto Camilo og FWD Youth Company sem er ungmennadansflokkur Dansgarðsins sýnir brot úr klassíska verkinu Esmeralda.

Við hlökkum til að deila með ykkur afrakstri vetrarins á stóra sviði Borgarleikhússins.

Nánari upplýsingar um hvað Dansgarðurinn stendur fyrir:

Dansgarðurinn samanstendur af Óskanda, Klassíska listdansskólanum, Dansi fyrir alla og Forward Youth Company. Markmið Dansgarðsins er að: - Bjóða upp á faglega og fjölbreytta danskennslu í klassískum ballett, nútíma- og samtímadansi og skapandi dansi. - Gera danskennslu og viðburði aðgengilega fyrir börn og ungt fólk. - Efla umræðu um sviðslistir á milli ungra áhorfenda og listamanna. - Sameina og styðja listamenn sem eru að vinna með dans og sviðslistir fyrir ungt fólk og alla áhorfendur. - Vinna með öðrum stofnunum til að svara betur samfélagsþörfum á sviði dans- og sviðslistar.