Ofurhetjumúsin
- Stóra sviðið
- 45 mín, Ekki hlé
- Verð: Skólasýning
Ofurhetjumúsin
Áhorfendur fá að heyra æsispennandi ævintýri, eða kannski alveg ótrúlega sögu, pínulitla sögu um ennþá minni mús sem ferðast um undraheima leikhússins í leit að hugrekki sínu. Þetta er engin venjuleg mús. Þetta er ofurhetjumús, sem býr yfir öllum þeim ofurhetjukröftum sem til eru.En dag einn gerist það ótrúlega að ofurhetjukraftarnir fjúka út í veður og vind og eftir stendur bara ósköp venjuleg mús. Hún ákveður því að leggja upp í mikla háskaför til þess að finna kraftana sína. Á ferðalaginu mætir hún miklum hindrunum og þarf að horfast í augu við sinn stærsta ótta en kemst um leið að því hversu gott það er að eiga góðan vin sem mætir á svæðið og styður og hvetur mús áfram þegar mús þarf mest á að halda.
Ofurhetjumúsin er leikskólasýning ársins 2024 og er ekki í almennri sölu sem stendur.
Leikarar
- Elín Sif Hall
- Rakel Ýr Stefánsdóttir
Listrænir stjórnendur
Höfundur og leikstjóri
Þórunn Arna KristjánsdóttirTónlist
Rakel Björk BjörnsdóttirLýsing
Pálmi JónssonHljóð
Þorbjörn Steingrímsson