Gjafakort
Gefðu gjöf sem lifnar við. Við bjóðum upp á margs konar tækifæri fyrir fullkomna kvöldstund; óstöðvandi hlátrasköll, nærandi tilfinningahita, litríkt fjölskylduævintýri eða sláandi sögur af landi og þjóð í söngvum Bubba.
Gefðu gjöf sem lifnar við. Við bjóðum upp á margs konar tækifæri fyrir fullkomna kvöldstund; óstöðvandi hlátrasköll, nærandi tilfinningahita, litríkt fjölskylduævintýri eða sláandi sögur af landi og þjóð í söngvum Bubba.
Í Borgarleikhúsinu er hægt að fá margs konar muni tengda sýningunum. Má þar nefna leikskrár, tónlistina úr sýningunum Rocky Horror og Elly, bækur með völdum íslenskum leikritum, stuttermaboli, plaköt og fleira.
Kitlaðu bragðlaukana með ljúffengum veitingum á Leikhúsbarnum áður en tjaldið er dregið frá. Við tökum vel á móti einstaklingum jafnt sem stórum og smáum hópum og töfrum fram sannkallaðar leikhúsveislur. Nánari upplýsingar í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is.
Gerðu kvöldið enn eftirminnilegra fyrir hópinn þinn. Við sníðum stærð og umfang veislunnar að þörfum hópsins og bjóðum allt frá standandi veislum til margrétta máltíða. Sendu línu á veitingar@borgarleikhus.is ef þú vilt gera þitt kvöld ógleymanlegt. Einnig er hægt að panta skoðunarferð um húsið.
Í kringum Borgarleikhúsið stoppa strætisvagnar frá öllum hverfum borgarinnar. Fólk getur skilið bílinn eftir heima, notið leikhúskvöldsins í rólegheitum og náð síðustu ferð heim.
Í Borgarleikhúsinu er sérstakt pláss fyrir hjólastóla í öllum sölum hússins. Einnig eru allir salir hússins búnir sérstökum tónmöskvum sem gera notendum heyrnartækja kleift að heyra betur það sem fer fram á sviðinu.
Fyrir leiksýningar er alla jafna hægt að finna bílastæði við Kringluna, bæði á efri og neðri hæð bílastæðisins. Frá neðri hæðinni er gengið upp tröppur beint að miðasölunni.
Á rúmgóðum og notalegum Leikhúsbar Borgarleikhússins má njóta léttra veitinga, glugga í leikskrár og eiga ljúfa stund fyrir sýningu. Tilvalið er að panta veitingar bæði fyrir sýningu og/eða í hléi. Leiksýningar hefjast á tilsettum tíma og þá er áhorfendasölum lokað.