Skilmálar vegna miðakaupa
ALMENNT UM AÐGÖNGUMIÐA OG SÝNINGAR
- Miðasala Borgarleikhússins ábyrgist ekki sms og tölvupóst áminningar um sýningar. Það er á ábyrgð eiganda aðgöngumiða að halda utan um sýningardag og tíma.
- Greiða þarf fyrir aðgöngumiða fyrir öll börn á sýningar og ekki er leyfilegt að sitja undir barni.
Miði telst notaður hafi ekki verið afpantað þremur sólarhringum (72 tímum) fyrir sýningu. Breytingagjald fyrir hvern miða er 500 kr.
- Notkun farsíma og myndavéla eru óheimilar á meðan á sýningu stendur.
ALMENNT UM ÁSKRIFTARKORT
- Ekki er hægt að breyta miðum á áskriftarkortum ef minna en þrír sólarhringar (72 tímar) eru í sýningu. Leikhúskortagestir hafa möguleika á að breyta einni kortasýningu án endurgjalds. Handhafar Lúxuskorta geta breytt tveimur kortasýningum án endurgjalds. Eftir það er breytingagjald fyrir hvern miða 500 kr.
- Í áskriftarkortum er ekki hægt að breyta um valin leikverk.
SENDINGARGJALD
Sendingargjald er 250 kr. fyrir heimsend gjafakort og áskriftarkort.
Vinsamlega athugið að þegar áskriftakort eru keypt að hausti eru sýningardagar áætlaðir, þeir geta breyst þegar nær dregur. Kortagestir eru því hvattir til að fylgjast með sýningum á vefnum borgarleikhus.is. Þar má finna réttar dagsetningar út frá sýningarnúmeri.
ALMENNT UM GJAFAKORT
- Almenn gjafakort Borgarleikhússins renna út þremur árum eftir útgáfudag sem skráður er á kortið. Ef um er að ræða gjafakort sem hefur ekki útgáfudag þá samsvarar inneign kortsins miðaverði þegar kortið var keypt. Ef miðaverð hefur hækkað milli leikára, eða gjafakort notað á sýningu með hækkuðu miðaverði, eins og söngleiki, þarf að greiða mismuninn.
- Ekki er hægt að greiða fyrir gjafakort með öðrum gjafakortum.
- Ef gjafakort hafa annan gildistíma en almenn gjafakort er það tekið fram sérstaklega.
- Týnt gjafakort er tapað fé.
- Ekki er hægt að greiða fyrir gjafakort með öðrum gjafakortum.
- Að öðru leyti bendum við á skilmála tix.is .