Íslensk leikritun

Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu

Við leggjum ríka áherslu á höfundarstarf, þróun handrita frá fyrstu hugmynd til fullbúinna verka og leitast er við að hvetja og styðja íslensk leikskáld á öllum aldri. Við höfum að markmiði að efla íslenska leikritun með öllum tiltækum ráðum og gera hana framúrskarandi og samkeppnishæfa við erlenda samtímaleikritun.

Við eflum íslenska leikritun

Borgarleikhúsið leggur ríka áherslu á höfundastarf og þróun handrita og hvetur og styður íslensk leikskáld á öllum aldri. Markmiðið er að efla íslenska leikritun og gera hana sem samkeppnishæfasta við erlenda samtímaleikritun. 


Leikskáld Borgarleikhússins

Borgarleikhúsið ræður á hverju ári leikskáld í starfsmannahópinn. Á þessu leikári eru leikskáld hússins tvö, Eva Rún Snorradóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson, og hafa þau aðstöðu í leikhúsinu og njóta aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistar-ráðunauta.  Í hópi fyrrverandi leikskálda Borgarleikhússins eru m.a. Þórdís Helgadóttir, Salka Guðmundsdóttir, Tyrfingur Tyrfingsson og Björn Leó Brynjarsson.

Íslensk leikrit í útrás - erlent samstarf

Leiklestrarhátíð var á íslenskum leikritum í frönskum þýðingum í Théâtre 13/Seine í París 18. og 19. apríl 2019. Þar voru m.a. leiklesin nokkur verk sem frumsýnd hafa verið í Borgarleikhúsinu. Fyrirhuguð er sýning á verki Tyrfings Tyrfingssonar Kartöfluætunum í Amsterdam. Borgarleikhúsið er aðili að Fabulamundi – Playwrighting in Europe - sem miðar að kynningu og dreifingu á evrópskum leikritum í aðildarlöndunum. Kartöfluæturnar verða þýddar á pólsku og verkið leiklesið í Varsjá í janúar 2020.

Af sviði á bók

Á undanförnum árum hefur Borgarleikhúsið gefið út nokkur af þeim íslensku leikritum og þýðingum á öndvegisverkum sem frumsýnd hafa verið í leikhúsinu. Þetta er gert í samstarfi við Þorvald Kristinsson, bókmenntafræðing og Kristínu Gunnarsdóttur sem hannar bækurnar. Nýjasta bókin er Ríkharður III en væntanlegar eru á þessu leikári, Vanja frændi í þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar og Helgi Þór rofnar, nýtt verk eftir Tyrfing Tyrfingsson.

Fáðu leikrit inn um lúguna

Félagar í Leikritaklúbbi Borgarleikhússins fá útgefin leikrit send heim fyrir aðeins 2.900 kr. Nýir áskrifendur fá 30% afslátt af fyrstu bókasendingunni og veglegan afslátt af áður útgefnum verkum. Skráðu þig með tölvupósti á leikritaklubbur@borgarleikhus.is.