Borgarleikhúsið

Skoðunarferðir um Borgarleikhúsið


Þér og þínum stendur til boða að kynnast ævintýraheimi leikhússins og fara í spennandi ferðalag um hina ýmsu króka og kima Borgarleikhússins. Hefur þig dreymt um að standa á stóra sviðinu eða gægjast á bakvið tjöldin? Heimsóttar eru allar helstu deildirnar, eins og leikmuna-, leikmynda- og leikgervadeild, þar sem töfrar leikhússins verða til.

Við bjóðum upp á skoðunarferðir gegn vægu gjaldi.

Boðið er upp á snertitúr um húsið fyrir sjónskerta.

Vinsamlega athugið að hámarksfjöldi gesta í skoðunarferð eru 30 –  skráning og óskir um tímasetningar fara fram hjá Hlyni Páli Pálssyni, samskiptastjóra Borgarleikhússins, hlynurpall@borgarleikhus.is. Vinsamlegast athugið að ölvun er óheimil í skoðunarferðum.