Borgarleikhúsið

Starfsmannagjafir

Gjafakort í Borgarleikhúsið er gjöf sem hentar öllum. Hvort sem hópurinn þinn vill óstöðvandi hlátrasköll, nærandi tilfinningahita eða sláandi sögur af landi og þjóð er nokkuð víst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Borgarleikhúsið býður upp á margs konar tækifæri fyrir fullkomna kvöldstund; óstöðvandi hlátrasköll, nærandi tilfinningahita, litríkt fjölskylduævintýri eða sláandi sögur af landi og þjóð. Það er nokkuð víst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda ratar fjöldinn allur af ólíkum leiksýningum á fjalir Borgarleikhússins.  Jómfrúin er komin í samstarf við Borgarleikhúsið og nú er líka hægt að kaupa gjafakort frá þeim rómaða veitingastað til að bæta við gjafakort leikhússins. 

Í vetur verður einnig boðið upp á textaðar leiksýningar fyrir heyrnarskerta og fólk af erlendum uppruna þar sem þau geta nálgast texta sýningarinnar á íslensku, ensku eða pólsku í gegnum forrit í snjallsíma. Gjafakort í Borgarleikhúsið er því gjöf sem hentar öllum.  

 Hafir þú áhuga smellir þú einfaldlega hér og sendir okkur hversu mörg gjafakort fyrirtækið þitt myndi vilja gefa og við svörum um hæl með tilboði sem hentar sérstaklega fyrir ykkar hóp. Samþykkir þú tilboðið útbúum við gjafakortin og sendum þau fallega innpökkuð.

 Hafðu samband við okkur í síma 568 8000 eða í gegnum netfangið midasala@borgarleikhus.is