Borgarleikhúsið

  • Hvíta tígrisdýrið

Hvíta tígrisdýrið fær frábæra dóma

18 jan. 2023

Hvíta tígrisdýrið, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu 7. janúar síðastliðinn, hefur fengið frábæra dóma frá gagnrýnendum! 


Hvíta tígrisdýrið er dularfullt ævintýraverk um þrjú börn sem finna óvænt hugrekki til að mæta hættum sem leynast í skuggunum. Leikhópurinn Slembilukka setur upp verkið í samstarfi við Borgarleikhúsið. Með hlutverk í sýningunni fara Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Laufey Haraldsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Verkinu er leikstýrt af Guðmundi Felixsyni og höfundur er Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir.  

Sýningin hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda og er m.a. lýst svo af Sigríði Jónsdóttur, gagnrýnanda Fréttablaðsins: Sviðs­lista­hópurinn Slembi­lukka er svo sannar­lega að stimpla sig inn í sviðs­lista­senuna og gaman að sjá Borgar­leik­húsið standa við bakið á honum. Hvíta tígris­dýrið er öðru­vísi barna­sýning en áður hefur sést á ís­lensku leik­sviði. Fátt er dregið undan hvað varðar efnis­tök en stutt er í leik­hús­töfrana og sýningin ber að lokum með sér skila­boð um mann­gæsku og fyrir­gefningu, bráð­nauð­syn­lega lexíu fyrir leik­hús­á­horf­endur á öllum aldri. 

Þá fékk sýningin fjórar stjörnur hjá Silju Björk Huldudóttur hjá Morgunblaðinu og að sögn Nínu Hjálmarsdóttur hjá Víðsjá er Hvíta tígrisdýrið Margslungið og dásamlegt verk sem listunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara.