Borgarleikhúsið

Mátulegir - frumsýning

30 des. 2022

Síðasta frumsýning ársins er í kvöld en þá verður verkið Mátulegir frumsýnt! Mátulegir, sem er sviðsútgáfa af Óskarsverðlaunamyndinni Druk, er í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. 

Í Mátulegum ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu - þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand. Með hlutverkin í sýningunni fara Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson, Þorsteinn Bachmann og Halldór Gylfason. Leikmynd gerir Heimir Sverrisson, búningahönnun er í höndum Filippíu Elísdóttur og þá sér Anna Kolfinna Kuran um sviðshreyfingar. Lýsing er í höndum Þórðar Orra Péturssonar, Elín S. Gíslason gerir leikgervi og Ísidór Jökull Bjarnason sér um hljóðmynd.