Borgarleikhúsið

Níu líf kveður

3 maí 2024

Níu líf kveður 15. júní næstkomandi og eru lokasýningar komnar í sölu. Ekki missa af vinsælustu sýningu Íslandssögunnar.    

Níu líf segir sögu Bubba Morthens. Í þessari stórsýningu leggja leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns. Sögur Bubba eru sögur okkar allra; sögur Íslands.

Örfáar aukasýningar komnar í sölu. Tryggið ykkur miða!