Borgarleikhúsið

Sögur verðlaunahátíð barnanna 2024 - Fíasól hlýtur fjórar tilnefningar!

24 maí 2024

Söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp hlýtur fjórar tilnefningar til Sagna - verðlaunahátíð barnanna í ár! Metþátttaka var í kosningu keppninnar í ár.

Fíasól er tilnefnd sem sýning ársins, barnaleikhópur sýningarinnar er tilnefndur sem leikari ársins og Baráttusöngur barnanna er tilnefndur í tveimur flokkum: lag ársins og söngtexti ársins. Innilega til hamingju öll sem að sýningunni komu! Við hlökkum til að taka á móti leikhúsgestum á Fíusól aftur í haust.

Verðlaunahátíðin sjálf fer fram þann 8. júní.