Borgarleikhúsið

Tilnefningar til Grímunnar 2024

16 maí 2024

Borgarleikhúsið hlaut 24 tilnefningar til Grímunnar í ár fyrir 8 sýningar!

 Með Guð í vasanum hlaut fimm tilnefningar, þar á meðal sem leikrit ársins. Fíasól gefst aldrei upp var tilnefnd sem barnasýning ársins og hlaut alls fjórar tilnefningar. Lúna er einnig tilnefnd sem leikrit ársins og hlaut fjórar tilnefningar. Þá hlaut Deleríum búbónis þrjár tilnefningar og X tvær. Rán Ragnarsdóttir var tilnefnd sem söngvari ársins fyrir Eitraða litla pillu. 

 Samstarfssýningin Fúsi - aldur og fyrri störf hlaut fjórar tilnefningar, m.a. sem sýning ársins og sproti ársins. Júlíanna Lára Steingrímsdóttir hlaut tilnefningu fyrir leikmyndina í sýningunni Vaðlaheiðargöng og Brynja Björnsdóttir hlaut tilnefningu fyrir búningana í and Björk, of course.. sem var gestasýning Borgarleikhússins í ár. 

 Við erum stolt af öllu okkar starfsfólki og samstarfsfólki og óskum öllum innilega til hamingju.

Með Guð í vasanum
Leikrit ársins
Leikstjóri ársins - María Reyndal
Leikkona ársins í aðalhlutverki - Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Leikkona ársins í aukahlutverki - Kristbjörg Kjeld
Leikkona ársins í aukahlutverki - Sólveig Arnarsdóttir

Lúna
Leikrit ársins
Leikstjóri ársins - Stefán Jónsson
Leikari í aðalhlutverki - Hilmir Snær Guðnason
Hljóðmynd ársins - Ísidór Jökull Bjarnason

Fíasól gefst aldrei upp
Barnasýning ársins
Leikmynd ársins - Eva Signý Berger
Búningar ársins - Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Dans- og sviðshreyfingar - Valgerður Rúnarsdóttir

Deleríum búbónis
Leikari í aðalhlutverki - Sigurður Þór Óskarsson 
Búningar ársins - Stefanía Adolfsdóttir
Dans- og sviðshreyfingar - Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

X
Leikkona í aðalhlutverki - Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Hljóðmynd ársins - Þorbjörn Steingrímsson

Eitruð lítil pilla
Söngvari ársins - Rán Ragnarsdóttir

Fúsi - aldur og fyrri störf
Sýning ársins 
Leikstjóri ársins - Agnar Jón Egilsson
Leikari ársins í aukahlutverki - Agnar Jón Egilsson

Vaðlaheiðargöng
Leikmynd ársins - Júlíanna Lára Steingrímsdóttir