Borgarleikhúsið

Tvö vel sótt námskeið tengd söngleiknum Eitruð lítil pilla

9 feb. 2024

Í vikunni stóð Borgarleikhúsið fyrir tveimur ólíkum námskeiðum í tengslum við Eitraða litla pillu og voru þau vel sótt og skemmtileg.


Annars vegar var leikhúskaffi í samstarfi við Borgarbókasafnið. Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, sagði gestum frá sýningunni og svaraði spurningum. Síðan var haldið yfir í Borgarleikhúsið og leikmyndin skoðuð.

Fimmtudaginn 8. febrúar var síðan námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ haldið í forsal Borgarleikhússins. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, hélt fyrirlestur með spjalli og hljóðdæmum. Síðan var leikmyndin skoðuð.

Söngleikurinn Eitruð lítil pilla verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 23. febrúar næstkomandi.