Borgarleikhúsið

Árstíðirnar

  • Stóra sviðið
  • Verð: 6500
  • Sýningum lokið
  • Sýningum á Árstíðirnar er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa miða Panta mat

Árstíðirnar

Árstíðirnar

Vetur, sumar, vor og haust

augnablik eftir augnablik

hring eftir hring

öndum og dönsum

í gegnum lífið

Árstíðirnar er splunkunýtt íslenskt dansverk í fjórum þáttum eftir Snædísi Lilju Ingadóttur og Valgerði Rúnarsdóttur. Í verkinu eru árstíðirnar fjórar; vetur, sumar, vor og haust, túlkaðar með dansi. Höfundar verksins hafa orðið fyrir áhrifum frá tónverki Antonio Vivaldi, Árstíðunum, og þeim fjölmörgu ballettum sem hafa verið skapaðir við það. Þannig hefur hin eilífa hringrás jarðar í kringum sólina, hring eftir hring, orðið að leiðarstefi verksins. Hin endurtekna kóreógrafía náttúrunnar sem jafnframt er síbreytileg og óútreiknanleg. Samband mannsins við náttúruna og sína eigin, innri náttúru.

Verkið er unnið af stórum hópi sviðslistafólks en rúmlega tuttugu dansarar flytja verkið. Verkið er samstarfi við Íslenska dansflokkinn og Forward Youth Company, þá taka tveir leikarar þátt í verkinu auk starfsnema frá dansdeild LHÍ. Aðrir listrænir stjórnendur eru Áskell Harðarson tónskáld, Rebekka A. Ingimundar leikmyndahönnuður og Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir búningahönnuður. MurMur Prodcutions aðstoðar við framleiðslu.

Sviðslistamenn:

Árni Pétur Guðjónsson og Harpa Arnardóttir.

Meðlimir ÍD:

Eydís Rose Vilmundardóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sarah Fisher Luckow og Shota Inoue.

Starfsnemar og nemendur frá dansdeild LHÍ:

Lea Alexandra Gunnarsdóttir og Sara Lind Guðnadóttir,

Meðlimir Forward Youth Company:

Bergþóra Sól Elliðadóttir, Diljá Þorbjargardóttir, Emma Eyþórsdóttir, Hafey Lipka Þormarsdóttir, Hekla Ýr Þorsteinsdóttir, Kristína Rannveig Jóhannsdóttir, Lára Stefanía Guðnadóttir , Melkorka Embla Hjartardóttir, Oliver Alí Magnússon, Steinunn Þórðardóttir og Sunna Mist Helgadóttir.

Árstíðirnar er framleitt af höfundunum með styrk frá Sviðslistaráði og Reykjavíkurborg, unnið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn.