Borgarleikhúsið

Beðið eftir Godot

  • Litla sviðið
  • 2. klst og 45 mín, Eitt hlé
  • Verð: 2500
  • Sýningum lokið
  • Sýningum á Beðið eftir Godot er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa miða Panta mat

Beðið eftir Godot

Leiklestur

Leiklestrarfélagið stendur fyrir lestri á leikritinu Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett. 

Beðið eftir Godot er eitt frægasta leikrit 20. aldar og olli frumsýning þess í Paris 1953 straumhvörfum í leiklist álfunnar. Leikfélag Reykjavikur sýndi leikinn á útmánuðum 1960 og var sú sýning rómuð. Hann hefur síðan verið sýndur um allar jarðir, m.a. hér í Reykjavik og á Akureyri. Beckett hlaut Nóbelsverðlaun fyrir þetta verk og fleiri verk sín.

Leiklestrarfélagið hefur undanfarin ár staðið fyrir lestri á ýmsum verkum, einkum íslenskum leikritum nokkurra okkar þekktustu höfunda, sem þegar hafa verið sýnd, en fyrir nokkrum áratugum. Þarna eru verk eftir Guðmund Steinsson, Odd Björnsson og Svövu Jakobsdóttur, en í undirbúningi er flutningur á verkum Nínu Bjarkar Árnadóttur og Jökuls Jakobssonar, sem og verk eftir núlifandi höfunda. Þá hefur félagið einnig sinnt klassískum erlendum verkum, t.d eftir Maeterlinck, en í undirbúningi er flutningur á verkum eftir Marivaux og Ibsen.

Hugmyndina að því að leiklesa Godot kom frá menningasinnuðum Akureyringum og höfðu þeir ákveðna leikara frá upphafi í huga. 

Lesarar verða Sigurður Sigurjónsson, Þór Túlinius, Kristján Franklín Magnús, Karl Ágúst Úlfsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir, en leikstjóri er Sveinn Einarsson.