Hringrás
- Litla sviðið
- 50 mín, ekki hlé
- Verð: 4900
- Frumsýning 3. febrúar 2023
Hringrás er nýtt verk eftir Þyri Huld Árnadóttur. Verkið er unnið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, Urði Hákonardóttur tónskáld og Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur búninga- og leikmyndahönnuð.
Hringrás
Íslenski dansflokkurinn
Hringrás er nýtt verk eftir Þyri Huld Árnadóttur. Verkið er unnið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, Urði Hákonardóttur tónskáld, Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur búninga- og leikmyndahönnuð og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara sem sér um myndbandsinnsetningu í sviðsmynd.
Hringrás er dansverk til heiðurs kvenlíkamans.
Verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans sem mynda heildræna hringrás.
Öll erum við í sömu hringrásinni, plöntur, dýr og við mannfólkið.
Fræ og vatn verða að blómi.
Egg og sæði að manneskju.
Konan gengur með barnið, kemur því í heiminn og nærir.
Líkaminn umturnast sem er fæstum konum auðvelt.
Við þurfum að elska líkamann okkar, sama hvort hann sé feitur, mjór, langur, lítill, slitinn eða sléttur.
Við lifum öll í hringrás.
Þyri Huld Árnadóttir hlaut Grímuverðlaunin sem dansari ársins árið 2015 og 2018 fyrir hlutverk sín í verkunum Sin og Hin lánsömu. Hún hóf feril sinn hjá Íslenska dansflokknum árið 2010 og hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum sem dansari og danshöfundur síðan. Þyri hefur samið þrjú verk um ofurhetjurnar Óð og Flexu í samstarfi við Hannes Þór Egilsson 2014-2018 sem hlutu tilnefningar fyrir flokkunum barnasýning ársins og danshöfundur ársins.
Verkið er styrkt af Sviðslistarráði og var valið samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins veturinn 2022 – 2023.