Rómeó og Júlía í nærmynd
- Verð: 6900
- Sýningar hefjast 11. apríl
Rómeó og Júlía í nærmynd
Íslenski dansflokkurinn sýnir Rómeó og Júlíu — í nærmynd á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Verkið er ný uppfærsla á eldra verki sem var upphaflega skapað í samstarfi við dansara Gärtnerplatz leikhússins í München og frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins 2021. Í nýju uppfærslunni eru áhorfendur í meiri nálægð við verkið sem gerir upplifunina einstaka.
Sígildur harmleikur Shakespeares er rækilega afbyggður og brotinn niður í fjölmargar frásagnir sem gerast samhliða svo úr verður veröld full af lostafullri þrá, líkamsvessum og logandi eldtungum, særingarmætti öskursins og heilandi ást – undir skæru og neonlituðu hjarta. Saman við renna ævintýraleg sviðsmynd og búningar, mögnuð vídeóverk og stórkostleg tónlist Sergeis Prokofievs svo úr verður sýning sem lætur enga ósnortna.
Dansarar:
Bjartey Elín Hauksdóttir, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Eydís Rose Vilmundardóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Luca Pinho Seixas, Saga Sigurðardóttir, Sarah Fisher Luckow, Shota Inoue.
Tónlist:
Sergei Prokofiev & Skúli Sverrisson (Watching Water)
Prokofiev: Romeo and Juliet flutt af Sinfóníuhljómsveit Lundúnarborgar
Stjórnandi: André Previn
Listrænir stjórnendur
Danshöfundar og listrænir stjórnendur
Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafsdóttir
Sviðsmynd
Chrisander BrunVídeó
Valdimar Jóhannsson í samstarfi við Ernu Ómarsdóttur og Höllu ÓlafsdótturBúningar
Karen Briem og Sunneva Ása WeishappelLýsing
Pálmi Jónsson