ROOM 4.1 LIVE

 • Stóra sviðið
 • Verð: 7.200 kr
 • Frumsýnt 15. október
 • Væntanleg

ROOM 4.1 LIVE

ROOM 4.1 LIVE

Vincent hefur fengið nóg af áreiti hversdagsins og lætur leggja sig inn á sjúkrahús í von um langþráðan frið. Friðurinn er þó víðs fjarri þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir sjúklingar, hver öðrum sérstakari, vaða inn og út úr sjúkrastofunni. Erillinn í lífi Vincents er meiri en nokkru sinni fyrr. Í sýningu Borgarleikhússins er áhorfendum boðið á tökustað þar sem verið er að taka upp þætti um Vincent og upptökunum er varpað á stóra skjái. Þar má sjá hvernig brögðum og brellum er beitt þegar sviðsmyndinni/sjúkrastofunni, er snúið á alla kanta til að framkalla trylltar hugmyndir leikstjórans. Á sama tíma fara undarlegir hlutir að gerast á tökustað, hugmyndir fá vængi og fara á stjórnlaust flug.

Áhorfendur dragast hægt og rólega inn í sjálfa atburðarásina. Við lofum ótrúlegri leikhúsupplifun - þetta hafið þið aldrei séð áður. ROOM 4.1 er tilnefnt til Reumert-verðlaunanna, sviðslistaverðlauna Danmerkur. Árið 2012 sýndi Borgarleikhúsið stjörnusýningu Kristjáns BLAM! við miklar vinsældir. BLAM! var heiðruð með Reumert-verðlaununum árið 2012 og Grímunni árið 2013.

ROOM 4.1 LIVE byggir á þáttaröðinni ROOM 4.1 þar sem Kristján Ingimarsson Company hefur gefið sviðslistum vettvang á alnetinu. Leikhúsið leitast við að nálgast áhorfendur hvar svo sem þeir kunna að vera, í leikhúsinu eða á netinu heima hjá sér.


Leikarar

 • Arnar Dan Kristjánsson
 • Björn Stefánsson
 • Hjörtur Jóhann Jónsson
 • Kristján Ingimarsson
 • Saga Garðarsdóttir
 • Sigurður Þór Óskarsson
 • Inga Maren Rúnarsdóttir
 • Þyri Huld Árnadóttir
 • Kajsa Bohlin
 • Noora Hannula

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur og leikstjóri

  Kristján Ingimarsson
 • Leikmynd

  Kristian Knudsen
  Charlotte Calberg
  Kristján Ingimarsson
 • Búningar

  Charlotte Calberg
 • Lýsing

  Karl Sørensen
  Ingi Bekk
 • Dans- og sviðshreyfingar

  Kristján Ingimarsson
  Thomas Bentin
  Noora Hannula
  Kajsa Bohlin ásamt öðrum þátttakendum í sýningunni.
 • Leikgervi

  Ida Seidelin

Caligula

Við dauða systur sinnar verður Caligula, ungur og efnilegur keisari Rómaveldis, meðvitaður um tilgangsleysi og fáránleika veruleikans sem nú virðist óbærilegur. Upp frá því er hann harmi sleginn og fullur af biturð og hryllingi. 

Nánar

Milda hjartað