Borgarleikhúsið

ROOM 4.1 LIVE

 • Stóra sviðið
 • Frumsýning maí 2022
 • Væntanleg
 • Miðasala er ekki hafin á sýninguna ROOM 4.1 LIVE. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

ROOM 4.1 LIVE

ROOM 4.1 LIVE

Vincent hefur fengið nóg af áreiti hversdagsins og lætur leggja sig inn á sjúkrahús í von um langþráðan frið. Friðurinn er þó víðs fjarri þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir sjúklingar, hver öðrum sérstakari, vaða inn og út úr sjúkrastofunni. Erillinn í lífi Vincents er meiri en nokkru sinni fyrr. Í sýningu Borgarleikhússins er áhorfendum boðið á tökustað þar sem verið er að taka upp þætti um Vincent og upptökunum er varpað á stóra skjái. Þar má sjá hvernig brögðum og brellum er beitt þegar sviðsmyndinni/ sjúkrastofunni, er snúið á alla kanta til að framkalla trylltar hugmyndir leikstjórans. Á sama tíma fara undarlegir hlutir að gerast á tökustað, hugmyndir fá vængi og fara á stjórnlaust flug.

Áhorfendur dragast hægt og rólega inn í sjálfa atburðarásina. Við lofum ótrúlegri leikhúsupplifun — þetta hafið þið aldrei séð áður. ROOM 4.1 LIVE var tilnefnt til Reumert-verðlaunanna, sviðslistaverðlauna Danmerkur. Árið 2012 sýndi Borgarleikhúsið stjörnusýningu Kristjáns, BLAM!, við miklar vinsældir. BLAM! var heiðruð með Reumert-verðlaununum árið 2012 og Grímunni árið 2013. 

Leikarar

 • Kristján Ingimarsson
 • Noora Hannula
 • Thomas Bentin
 • Inga Maren Rúnarsdóttir
 • Þyri Huld Árnadóttir
 • Aldís Amah Hamilton
 • Björn Stefánsson
 • Hjörtur Jóhann Jónsson
 • Rakel Björk Björnsdóttir
 • Sigurður Þór Óskarsson

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur og leikstjórn

  Kristján Ingimarsson
 • Tónlist og hljóðmynd

  Lasse Munk
 • Leikmynd

  Kristian Knudsen
  Charlotte Calberg
  Kristján Ingimarsson
 • Búningar

  Charlotte Calberg
 • Lýsing

  Karl Sørensen
  Ingi Bekk
 • Dans- og sviðshreyfingar

  Kristján Ingimarsson
  Thomas Bentin
  Noora Hannula
  Kajsa Bohlin
  Ásamt öðrum þátttakendum í sýningunni
 • Leikgervi

  Ida Seidelin