Borgarleikhúsið

While in battle I'm free, never free to rest

  • Nýja sviðið
  • Verð: 6.900
  • Væntanleg
  • Miðasala er ekki hafin á sýninguna While in battle I'm free, never free to rest. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
  • Kaupa miða Panta mat

While in battle I'm free, never free to rest

Eftir Hooman Sharifi

Íslenski dansflokkurinn mætir dönsurum úr street dance-senunni

Í þessu kraftmikla verki danshöfundarins Hoomans Sharifi mætast tveir ólíkir hópar með ólíkan bakgrunn — street-dansarar og samtíma- dansarar. Hvor hópur á sér sinn einstaka ryþma og tungumál. Stefnumót þeirra einkennist af forvitni og sameiginlegri ástríðu fyrir hreyfingu. Þau nálgast hvert annað af varfærni og yfirstíga landamæri með líkamstjáningu sinni. Þannig skapast rými þar sem einstaklingnum er fagnað og fjölbreytileikanum er tekið opnum örmum. Reynslan er ný af nálinni fyrir alla dansarana, þenur út mörk og víkkar sjóndeildarhringinn.

Tanbur-tónlist Arash Moradi er sameiningarafl í þessum menningarlega samruna, bæði fyrir dansarana og áhorfendur, og lifandi tónlistarflutningur hans fyllir andrúmsloftið af ókunnugum en hrífandi laglínum.