Borgarleikhúsið

Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Álfrún Helga Örnólfsdóttir útskrifaðist frá Webber Douglas leiklistarskólanum í London árið 2003. Hún er einnig menntaður dansari og er með MFA gráðu í sviðslistum frá LHÍ. Álfrún starfar sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur og hefur tekið þátt í og sett upp fjölda sýninga. Hún hefur einnig leikið og leikstýrt töluvert í kvikmyndum og sjónvarpi. Síðast leikstýrði hún verkinu Bara smástund! sem sýnt var í Borgarleikhúsinu.

Alfrun