Borgarleikhúsið

Börkur Jónsson

Leikmyndahönnuður

Börkur Jónsson útskrifaðist úr Skúlptúrdeild MHÍ 1999 og lauk MA gráðu í myndlist frá Listaakademíunni í Helsinki árið 2002. Hann hefur starfað í leikhúsi, kvikmyndum og auglýsingum, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Hann hefur unnið með Vesturporti frá stofnun þess og hannað fjölda leikmynda fyrir leikhópinn. Meðal nýlegra leikmynda Barkar fyrir Borgarleikhúsið má nefna Fólk, staði og hluti, Vanja frænda og Ég hleyp. Hann hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín, bæði hérlendis og erlendis.