Borgarleikhúsið

Brynja Björnsdóttir

Brynja Björnsdóttir útskrifaðist frá Myndlistardeild LHÍ árið 2008 með B.A. gráðu í myndlist og með meistaragráðu í leikmyndahönnun frá The Royal Central School of Speech and Drama árið 2013. Hún hefur hannað leikmynd og búninga fyrir Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið og Tjarnarbíó. Af nýlegum verkefnum hennar má nefna Sölumaður deyr og Allt sem er frábært í Borgarleikhúsinu og Hamingjudagar fyrir Leikfélag Akureyrar. Brynja var tilnefnd fyrir leikmynd ársins fyrir Súldarsker á Grímuverðlaunum 2011.