Borgarleikhúsið

Elín S. Gísladóttir

Elín Sigríður Gísladóttir útskrifaðist úr textíldeild MHÍ árið 1990. Hún hefur starfað við leikgervadeild Borgarleikhússins frá árinu 2005 og haustið 2018 tók hún við sem deildarstjóri leikgervadeildar. Elín hefur starfað við fjöldann allan af sýningum eins og Níu líf, Emil í Kattholti og Fyrrverandi svo örfá dæmi séu nefnd. Elín sinnir einnig listsköpun undir eigin nafni.