Borgarleikhúsið

Eva Signý Berger

Leikmynda- og búningahönnuður

Eva Signý Berger lærði leikmynda- og búningahönnun við Central Saint Martins College of Art and Design í London og útskrifaðist þaðan árið 2007. Hún hefur hannað leikmyndir og/eða búninga fyrir um 40 sviðsverk, bæði leiksýningar, óperur og dansverk. Af nýlegum verkefnum hennar má nefna Þel, Emil í Kattholti og Fíasól gefst aldrei upp. Eva hefur hlotið níu tilnefningar til Grímunnar og árið 2019 fór hún sem fulltrúi Íslands á PQ, heimssýningu sviðslistahönnunar í Prag.