Borgarleikhúsið

Helga I. Stefánsdóttir

Búningahönnuður

Helga I. Stefánsdóttir lauk námi frá leikmyndadeild L'Accademia di Belle Arti di Roma, á Ítalíu 1989. Helga hefur gert leikmyndir og búninga fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Íslensku óperuna og Íslenska dansflokkinn svo eitthvað sé nefnt auk þess sem hún hefur starfað mikið við kvikmyndir og sjónvarp, hérlendis og erlendis. Helga hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar á ferli sínum, þar á meðal Edduverðlaunin tvisvar. Af nýlegum verkum í Borgarleikhúsinu má nefna Himnaríki og helvíti og Bara smástund!