Borgarleikhúsið

Hilmir Snær Guðnason

Hilmir Snær Guðnason útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994 og hefur síðan leikið fjöldamörg hlutverk á flestum sviðum landsins auk þess að eiga baki farsælan feril í kvikmyndum og sjónvarpi. Hilmir hefur síðustu ár starfað jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri og leikstýrði síðast sýningunni Oleanna í Borgarleikhúsinu auk þess sem hann leikur í Mátulegum. Hann hefur hlotið fjölda mörg verðlaun og viðurkenningar svo sem Grímuna, Edduna, Menningarverðlaun DV og Stefaníustjakann árið 2000.