Borgarleikhúsið

Karen Briem

Búningahönnuður

Karen Briem er með MA gráðu í búningahönnun sviðslista frá London College of Fashion en einnig Diploma í tískuhönnun frá Copenhagen Academi of Fashion Design. Hún hefur haldið einkasýningar, hannað búninga fyrir tónlistarmyndbönd, fyrir leikhús víða í Evrópu, fyrir sjónvarpsþættina Kanarí, Kötlu og Ófærð, fyrir Eurovision og ÍD svo sitthvað sé nefnt. Nú síðast hannaði hún búningana fyrir Eddu í Þjóðleikhúsinu.