Borgarleikhúsið

Kristinn Gauti Einarsson

Hljóðmynd

Kristinn Gauti Einarsson tók burtfararpróf í Rythmísku slagverki frá Tónskóla FÍH árið 2012. Hann hefur unnið sem tónskáld og hljóðmaður með sjálfstæðum leikhópum, í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Edenborgarhúsinu á Ísafirði. Hann hefur einnig kennt hljóðáfanga í Hljóðtækninámi Tækniskólans. Hann hefur þrisvar hlotið Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd nú síðast ásamt Sölku Valsdóttur fyrir Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu.