Pálmi Jónsson
Ljósahönnuður
Pálmi Jónsson er fastráðinn ljósahönnuður hjá Borgarleikhúsinu sem starfað hefur víða síðustu ár bæði sem sjálfstætt starfandi hönnuður og fyrir hinar ýmsu lista- og menningarstofnanir. Þá hefur hann hannað sviðsgrafík fyrir viðburði á borð við Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision. Af nýlegum verkefnum hans í Borgarleikhúsinu má nefna Á eigin vegum, Síðustu daga Sæunnar, Macbeth og Svartþröst. Pálmi hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir lýsinguna í Macbeth.