Borgarleikhúsið

Sean Mackaoui

Sean Mackaoui er leikmynda- og búningahönnuður en á einnig að baki farsælan feril sem myndlistarmaður. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga um allan heim sem og tekið þátt í samsýningum. Myndir eftir hann hafa birst í óteljandi tímaritum víða um lönd og þá hefur hann verið með vinnustofur og haldið fyrirlestra við fjölda mennta- og menningarstofnanna. Sean hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölda sýninga á Íslandi, í Svíþjóð og á Spáni, þar sem hann er búsettur. Af verkefnum hans í Borgarleikhúsinu má nefna Oleanna.