Borgarleikhúsið

Stefán Jónsson

Leikstjóri

Stefán Jónsson útskrifaðist frá Guildhall School of Music and Drama í London, 1989. Hann hefur leikið fjölda hlutverka á leiksviði, í kvikmyndum og sjónvarpi en hefur einnig verið mikilvirkur leikstjóri um árabil. Þá hefur hann starfað við leiklistarkennslu en hann gegndi stöðu prófessors við sviðslistadeild LHÍ frá 2008-2018. Meðal leikstjórnar verkefna hans við Borgarleikhúsið má nefna sýningarnar Helgi Þór rofnar og Á eigin vegum. Stefán hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar þ.á.m. tvisvar hlotið Grímuna fyrir leikstjórn.