Borgarleikhúsið

Bergur Þór Ingólfsson

 Bergur Þór Ingólfsson útskrifaðist fráLeiklistarskóla Íslands árið 1995. Hann hefur verið fastráðinn við Borgarleikhúsið síðan árið 2000 og leikið fjölmörg hlutverk. Bergur hefur einnig getið sér gott orð sem leikskáld og þá hefur hann leikstýrt fjölda verðlaunasýninga eins og til dæmis Mary Poppins, Billy Elliot, Bláa hnettinum og Matthildi. Bergur á einnig að baki mörg hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi og hefur hlotið margvísleg verðlaunog viðurkenningar fyrir störf sín.