Borgarleikhúsið

Birgitta Birgisdóttir

Birgitta útskrifaðist frá LHÍ árið 2006. Hún hefur leikið fjölda burðarhlutaverka bæði í Þjóðleikhúsinu og víðar. Þá hefur hún einnig unnið talsvert í sjónvarpi og kvikmyndum. Af nýlegum verkefnum hennar má nefna Framúrskarandi vinkonu og Ástu í Þjóðleikhúsinu. Birgitta var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í Atómstöðinni, Húsinu og Fólkinu í kjallaranum.