Borgarleikhúsið

Eiríkur Stephensen

 Eiríkur steig fyrst á leiksvið sem tónskáld og hljóðfæraleikari í Rummungi Ræningja hjá Leikfélagi Akureyrar 1998 ásamt Daníel Þorsteinsyni. Hann samdi ásamt félaga sínum Hjörleifi Hjartarsyni í hljómsveitinni Hundur í óskilum tónlistina í afmælissýningu Þjóðleikhússins Íslandsklukkunni. Þeir félaga hafa eftir það samið og sett á svið sýningarnar Saga þjóðar, Öldin okkar og Kvenfólk. Nú síðast samdi hann tónlist og lék í barnasýningunni Gosa hér í Borgarleikhúsinu. Eiríkur starfar einnig sem skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.