Borgarleikhúsið

Guðrún Gísladóttir

Guðrún útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1977. Hún á að baki ótal hlutverk á sviði en hún hefur starfað hjá flestum leikhúsum landsins sem og komið fram í kvikmyndum og sjónvarpi. Af nýlegum verkefnum hennar má nefna Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu og Mávinn í Borgarleikhúsinu. Guðrún hlaut Stefaníustjakann árið 2012 en einnig hefur hún fengið Menningarverðlaun DV og Grímuna.