Borgarleikhúsið

Halldór Gylfason

Halldór Gylfason útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Hann hóf störf við Borgarleikhúsið ári síðar og hefur leikið þar allar götur síðan. Meðal eftirminnilegra verka sem Halldór hefur leikið í má nefna Mary Poppins, Mamma Mia og Guð blessi Ísland. Halldór hefur sömuleiðis komið víða við í sjónvarpi og kvikmyndum og er þá ótalinn ferill hans í tónlist en hann er liðsmaður hljómasveitarinnar Geirfuglarnir.