Borgarleikhúsið

Hjörleifur Hjartarson

Hjörleifur er kennari að mennt og hefur fengist jöfnum höndum við tónlist, skriftir og sviðslistir um árabil. Hjörleifur hefur komið að nokkrum leiksýningum bæði norðan og sunnan heiða, oftar en ekki undir merkjum Hunds í óskilum og má þar helst nefna Öldina okkar, Sögu þjóðar og Kvenfólk. Þá hefur hann gefið út bækur í bundnu og óbundnu máli og ritstýrt héraðsfréttablaðinu Norðurslóð í meira en aldarfjórðung. Hjörleifur hefur verið tilnefndur bæði til Grímuverðlauna fyrir handrit og tónlist sem og til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem rithöfundur.